Ættleiðingar

Þriðjudaginn 12. október 1999, kl. 16:21:01 (418)

1999-10-12 16:21:01# 125. lþ. 7.9 fundur 68. mál: #A ættleiðingar# (heildarlög) frv. 130/1999, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 125. lþ.

[16:21]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Rétt er að ítreka að við búum við þingræði hér á landi og að sjálfsögðu er það meiri hluti þingsins sem ræður hvaða lagabreytingar koma fram. Ég held að ég þurfi ekki að ítreka það fyrir virðulegum forseta þingsins. (GÁS: Þingmeirihluti ræður ekki hvaða tillögur koma.) Hitt er annað mál að ef það hefur farið fram hjá hv. þm. vil ég bara ítreka það enn og aftur að verið er að endurskoða lögin um staðfesta samvist. Verið er að athuga ýmsa þætti þeirrar löggjafar, hvort ástæða sé til að gera þar einhverjar breytingar til að skýra enn frekar og bæta réttarstöðu fólks sem er í staðfestri samvist og hefur valið sér slíkt sambúðarform. Ég geri ráð fyrir því að þegar slíkt frv. kemur fram muni þingmenn að sjálfsögðu taka umræðuna aftur upp og gera upp við sig hvaða afstöðu þeir vilja taka.