Setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði

Fimmtudaginn 21. október 1999, kl. 11:08:12 (811)

1999-10-21 11:08:12# 125. lþ. 15.2 fundur 24. mál: #A setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði# þál. 20/125, RG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 125. lþ.

[11:08]

Rannveig Guðmundsdóttir (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar. Það gengur ekki að halda áfram umræðunni án þess að ráðherra mæti hér. Við erum með stór mál á dagskránni, tillögu um setningu siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði, sem búið er að mæla fyrir, og frv. um breytingu á samkeppnislögum og frv. um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Ráðherranum var gerð grein fyrir því í gær að þessi stóru mál væru á dagskrá og mátti gera ráð fyrir því að hans yrði óskað hér. Það hefur verið óskað eftir því að hann mæti og mjög mikilvægt er að hann verði við þeirri ósk og ég tek undir þá ósk að gert verði hlé á fundinum þar til ráðherrann er mættur.