Setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði

Fimmtudaginn 21. október 1999, kl. 12:36:11 (847)

1999-10-21 12:36:11# 125. lþ. 15.2 fundur 24. mál: #A setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði# þál. 20/125, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 125. lþ.

[12:36]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. getur huggað sig við að flytji hún peningana sína til útlanda þá er hún jafnmikill þjóðernissinni eftir sem áður. Þá er hún búin að byggja upp innstæðu í útlöndum sem kemur á móti erlendum skuldum þjóðarinnar og hefur þar með aukið fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar til framtíðar og það er mjög jákvætt. Hins vegar gæti hún líka farið þá leið með peninga sína að stofna samtök slíkra aðila og lagt þessa peninga í fyrirtæki sem mundi t.d. prjóna sokka eða eitthvað slíkt sem henni er hugnanlegt.