Samkeppnislög

Fimmtudaginn 21. október 1999, kl. 15:27:16 (873)

1999-10-21 15:27:16# 125. lþ. 15.3 fundur 90. mál: #A samkeppnislög# (bannregla, markaðsráðandi staða, frestir o.fl.) frv., Flm. LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 125. lþ.

[15:27]

Flm. (Lúðvík Bergvinsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki mikið um það í þingsköpum hvað eigi að segja í ræðustóli og hvað ekki, nema þá um ávörp. Hins vegar er það svo að þegar til ræðumanns er beint spurningum og hann metur það þannig að lengri tíma þurfi til þess að fara yfir þá hluti en andsvar leyfir þá er ágætt að koma upp og lýsa því yfir til þess að upplýsa hv. þm., hæstv. forseta Alþingis, að ekki verði látið svo lítið að svara ekki spurningum sem til hans er beint, en segja honum að þeim spurningum verði svarað síðar í ræðu.