Lækkun húshitunarkostnaðar

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 15:51:57 (1094)

1999-11-03 15:51:57# 125. lþ. 18.9 fundur 78. mál: #A lækkun húshitunarkostnaðar# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[15:51]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda og hæstv. ráðherra fyrir svörin. Það liggur alveg ljóst fyrir að lækkun húshitunarkostnaðar er einn af mikilvægustu þáttum byggðatillögunnar. Það er gífurlega mikilvægt að fólk búi við jöfnuð í þessu tilliti, hafi sama kostnað af því að hita híbýli sín.

Á síðasta hausti var framlag til þessa þáttar hækkað. En það þyrfti að bæta aðeins í fyrir þetta ár, 33 millj. kr. að því er ég best veit, og á næsta ári þyrfti upphæðin í fjárlögum að vera 667 millj. Við þurfum því aðeins að gera betur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrv., eins og kom fram hjá hæstv. ráðherra.

En við þurfum einnig að endurskoða þær reglur sem endurgreitt er eftir og það er mjög mikilvægt.