Fjarskipti

Fimmtudaginn 11. nóvember 1999, kl. 11:46:20 (1256)

1999-11-11 11:46:20# 125. lþ. 23.6 fundur 122. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 107/1999, BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 125. lþ.

[11:46]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vék ekki sérstaklega að hæstv. fyrrv. samgrh. hvað þetta varðar. Það sem ég hafði sérstaklega í huga þegar ég sagði að hæstv. samgönguráðherrar hafi nánast tregðast við að sjá til þess að áliti Samkeppnisstofnunar væri framfylgt var álit í Landssímamálinu þar sem núv. samgrh. skipaði sérstaka nefnd. Vinna þeirrar nefndar hefur tekið gríðarlegan tíma sem getur skipt miklu máli. Ég var að vitna til þess að það er mjög óeðlilegt að mínu mati að nefndir séu settar í svona mál sem taka síðan marga mánuði í það að fara yfir álitin og stöðva eðlilega meðferð málsins á meðan. Ég var ekki sérstaklega að vitna til embættisfærslu hæstv. fyrrv. samgrh. Ef hann hefur tekið það svo í máli mínu er það misskilningur af hans hálfu.