Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 22:07:30 (1599)

1999-11-16 22:07:30# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[22:07]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Okkur greinir einfaldlega á um þetta. Ég tel fórnirnar ekki of miklar. Auðvitað eru mörg rök fyrir því sem of langt mál er að telja upp á einni mínútu. Við skulum ræða það síðar, bæði hér og annars staðar.

Þessar ástarjátningar til Austfirðinga eru svo sem ágætar svo langt sem þær ná en Austfirðingar lifa bara ekki á þeim. Landsmenn gera það yfirleitt ekki og um það stendur þetta mál. Við verðum að færa ákveðnar fórnir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við eigum bara að taka ákvörðun um það. Annars lendir hv. þm. í því, eins og Guðrún Ósvífursdóttir, að segja á efri árum: ,,Þeim var ég verst er ég unni mest.``