Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 15:25:26 (1643)

1999-11-17 15:25:26# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[15:25]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Út af fyrirspurn hv. þm. í sambandi við aðgerðir á landsbyggðinni vísa ég til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar er rætt um jöfnunaraðgerðir að því er varðar húshitun og námskostnað og við ætlum okkur að standa við þau fyrirheit. (Gripið fram í.) Það sem stendur í stjórnarsáttmálanum að sjálfsögðu.

Þar er einnig rætt um aðgerðir í byggðamálum sem tengjast hagnaði af sölu bankanna. Það verður líka staðið við það en það er ekki komin niðurstaða í málið. Þar á meðal eru t.d. framkvæmdir sem hv. þm. nefndi, þ.e. jarðgangaframkvæmdir milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, sem hlýtur að koma í framtíðinni og er mikilvæg aðgerð. En allt það sem við erum að gera, m.a. bæði einkavæðing ríkisbankanna og aðgerðirnar á Austurlandi, eru forsenda framfara í landinu og þar með talið forsenda þess að við getum gert það sem hv. þm. hefur áhuga á. Þess vegna vonaðist ég nú til að styðji þetta ágæta mál sem ég heyri að hann vill gera en einhver er að reyna að stoppa hann.