Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 21:55:27 (1732)

1999-11-17 21:55:27# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[21:55]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. er hér kominn til að marka stefnu. Gott og vel, það erum við trúlega flest. Við höfum hins vegar leyft okkur að hafa skoðanir á ýmsum framkvæmdum. Ég bað hv. þm. ekki um að nefna eina einstaka virkjun, en gaman hefði verið að heyra hugmyndir um hvar hugsanlega mætti virkja.

En þar sem hv. þm. tilkynnti að hann væri hér til að marka stefnu en ekki að benda á einstakar framkvæmdir væri fróðlegt að heyra frá hv. þm. hvort hann hafi ekki skoðanir t.d. á vegaframkvæmdum í Norðurlandskjördæmi eystra.