Netþjónusta við skóla

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 10:33:08 (1766)

1999-11-18 10:33:08# 125. lþ. 28.3 fundur 171. mál: #A netþjónusta við skóla# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., BergH
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 125. lþ.

[10:33]

Bergljót Halldórsdóttir:

Herra forseti. Samkvæmt nýrri aðalnámskrá er mjög mikil áhersla lögð á tölvu- og upplýsingatækni. En nú þegar reynsla er komin af þeim aðgerðum er ljóst að skólar hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna ákvæðum í aðalnámskránni. Kostnaður við tölvunotkun er mikill. Tölvuþjónusta er dýr. Kannski væri spurning hvort menntmrn. þurfi ekki að leggja meiri áherslu á að styrkja skóla um landið til þess að geta framfylgt þessu ákvæði í aðalnámskránni. Þarf ekki bara að styrkja Menntanetið? Það er alveg rétt hjá ráðherra að það er ekkert mál að skipta við hvaða tölvuþjónustu sem er. Reykjavíkurborg getur gert það á einum fundi og það er ekki vandamál að skipta um netföng.