Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 15:22:23 (1890)

1999-11-18 15:22:23# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[15:22]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég get svarað þessu. Nei, það eru engin áform um það. Væru uppi áform um slíkt þá mundi ég leggjast gegn slíku. Það er einfaldlega vegna þess að þeim sem hafa farið um svæðið, horft yfir svæðið og séð hvað þarna er í húfi er ljóst að talsverður hluti af grónu vatni fer undir vatn. Ég geri mér grein fyrir því og með því að hækka stífluna þá færi enn stærri hluti gróins lands undir vatn. Fyrir utan það tel ég að brot úr bökkum Snæfells yrði enn meira en ella. Mér fyndist það vera lýti og mikil náttúruröskun ef farið væri í að hækka stífluna frá því sem nú er. Ég mundi fyrir mitt leyti leggjast gegn slíku og það eru ekki nein áform uppi um að gera slíkt.