Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 17:51:11 (1956)

1999-11-18 17:51:11# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[17:51]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er mjög sennilegt ef menn ætla að gera eina vatnsaflsvirkjun og ætla henni að standa undir sér þá þurfi orkuverðið í dag að hækka verulega. Ég held að það liggi alveg ljóst fyrir. Ég skal ekki segja nákvæmlega hve mörg mill það yrðu, þau gæti verið 17, 18 eða 19. Ég þekki það ekki og skal ekki fullyrða neitt um það. Hins vegar liggur það fyrir að við eigum afskrifaðar virkjanir og að við höfum farið út í virkjanir við Þjórsá og erum að byrja að byggja núna við Vatnsfell. Við ætlum okkur einnig að fara í virkjun við Búðarháls. Við ætlun að byggja þessar virkjanir. Við erum að nýta þessa raforku og ætlum að nýta Ísland allt. Það er í framtíðinni sem arðsemin kemur fram. Það getur verið fórnarkostnaður í mörg, mörg ár þar til menn fá arðinn. Þessar framkvæmdir skipta máli til lengri tíma, fyrir Íslendinga, borna sem óborna. Þannig vonumst við til að geta staðið að málinu.