Könnun á hagkvæmni kalkþörungavinnslu

Miðvikudaginn 08. desember 1999, kl. 14:01:58 (2540)

1999-12-08 14:01:58# 125. lþ. 39.3 fundur 100. mál: #A könnun á hagkvæmni kalkþörungavinnslu# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., Fyrirspyrjandi JB
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 125. lþ.

[14:01]

Fyrirspyrjandi (Jón Bjarnason):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir jákvæðar undirtektir við þetta mál og sömuleiðis þakka ég hv. þm. Hjálmari Jónssyni fyrir undirtektir hans.

Herra forseti. Ég legg áherslu á að séð verði til þess að veitt verði fjármagn til að gera þessa forathugun og forkönnun bæði á tilvist þessara kalkþörungaseta og nýtingarmöguleikum. Að sjálfsögðu verði þá líka haft í huga við þær rannsóknir sjálfbær nýting þeirra og vistvæn umgengni þannig að þetta allt verði haft í huga þegar þessar athuganir verða gerðar. Ég legg áherslu á það, herra forseti, að stefnt verði að því að það komi sérmerktar fjárveitingar til þessa verkefnis á fjárlögum næsta árs þannig að ekki þurfi að eiga það undir ákvörðunum einstakra stofnana sem eru að ráðstafa fjármagni sínu sem er kannski þegar ráðstafað að miklu leyti þannig að ljóst sé að tekist verði á við að kanna þessa auðlind með þeim hætti sem ég hef nefnt.