Fjárlög 2000

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 20:28:10 (2747)

1999-12-10 20:28:10# 125. lþ. 42.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[20:28]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég leyfi mér að halda því fram að hv. þm., vinur minn, uppeldisbróðir og skólabróðir, Kristján Pálsson, hafi sagt ósatt í þessum stól áðan. (Gripið fram í: Það er mjög alvarlegt.) Hann hélt því fram að það sem við gætum mest náð að veiða úr þorskstofninum væru 350 þús. tonn. Það vill svo til, hv. þm. Kristján Pálsson, að frá árinu 1950--1990 var meðalþorskafli á Íslandsmiðum 410 þús. tonn. Á 50 ára tímabili, frá 1950 til ársins í ár, er meðalaflinn 371 þús. tonn. Það er ekki rétt af þingmönnum að halda því að þjóðinni að við höfum náð verulegum árangri með núverandi fiskveiðistjórnarstefnu. Það vantar yfir 250 þús. tonn á hverju ári upp á meðaltalsaflann í botnfisktegundum. Ég get rakið það betur í næsta andsvari.