Brunavarnir og brunamál

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 14:46:02 (2972)

1999-12-15 14:46:02# 125. lþ. 46.7 fundur 244. mál: #A brunavarnir og brunamál# (brunavarnagjald) frv. 127/1999, umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[14:46]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég átti ekki von á spurningum sérstaklega um brunamál í jarðgöngum. Ég verð að viðurkenna það, enda sé ég ekki að það tengist beint málinu sem við fjöllum hér um. Mér er ekki kunnugt um að verið sé að vinna að áætlun um brunavarnir sérstaklega í jarðgöngum. Það má þó vera, manni er ekki alltaf kunnugt um allt sem verið er að vinna. Ég get því ekki svarað þessu betur á þessari stundu. Hins vegar er sjálfsagt að afla sér betri upplýsinga um það. Satt best að segja átti ég ekki von á þessari spurningu í tengslum við þetta frv. þar sem við erum einungis að ræða um skerðingu á tekjustofni til Brunamálastofnunar, undir hana fellur ekki tækjabúnaður á vegum slökkviliðanna. Það eru slökkviliðin sjálf sem sinna þeim málum og sjá um tækjakaup sín. Ég get ekki svarað betur fyrir tækjakaup slökkviliðanna í landinu.