Fjárlög 2000

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 15:46:29 (2987)

1999-12-15 15:46:29# 125. lþ. 46.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[15:46]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég biðst afsökunar á því að mér láðist að geta þess að tillögur hafa komið inn um hækkanir skatta og þær komu við 2. umr. Á meðan Alþb. lifði var fastur liður að inn kæmu skattahækkunartillögur við umræður fjárlaga og þingmenn vinstri grænna hafa borið þá arfleifð fram í þá umræðu sem núna er. Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki getið um það og þá lækkunartillögu sem hv. þm. nefndi og felst í því að vera á móti Schengen. Það er skoðun út af fyrir sig og hægt er að deila um þá aðild en að sjálfsögðu eru þingmenn vinstri grænna á móti henni eins og flestu sem lýtur að samstarfi við aðrar þjóðir.