Fjárlög 2000

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 16:24:43 (2994)

1999-12-15 16:24:43# 125. lþ. 46.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[16:24]

Forseti (Halldór Blöndal):

Forseti vill skýra frá því að klukkan tíu mínútur fyrir sex í kvöld er fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um afbrigði og þau dagskrármál sem umræðu er lokið um. Þá er gert ráð fyrir að fundarhlé verði milli klukkan sex og átta í kvöld og er sá tími ætlaður til þingflokksfunda ef nauðsyn krefur og til að snæða kvöldverð.

Ég vil að lokum geta þess að ekki er gert ráð fyrir því að önnur dagskrármál en hér greinir og nú er á dagskrá verði tekin til umræðu í dag.