Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:38:17 (3084)

1999-12-16 11:38:17# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:38]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Að felldri þeirri tillögu sem við greiddum atkvæði um áðan, þá ítreka ég að það er enn verið að reyna að bæta kjör öryrkja með atkvæðagreiðslu í þinginu. Hér er verið að leggja til um 10% hækkun á tekjutryggingunni og ég skora enn á þingmenn um að leggja þessu lið og bæta hér kjör öryrkjanna. Það eru síðustu forvöð áður en þessari öld lýkur að bæta kjör þeirra sem verst eru settir í velferðarkerfinu. Ég segi já.