Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:54:28 (3091)

1999-12-16 11:54:28# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:54]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Þrátt fyrir að felldar hafi verið tillögur okkar um þær tekjur sem við gerðum ráð fyrir að kæmu í ríkissjóð með því að herða skatteftirlit, þá höldum við þessari tillögu til streitu í trausti þess að tekjurnar muni skila sér verði hún samþykkt. Við gerum tillögu um 50 millj. til að auka skatteftirlit. Það eru um tíu störf. Við teljum því miður fulla þörf fyrir það að auka skatteftirlit þannig að þær tekjur sem sannarlega eiga að renna í ríkissjóð geri það. Ég segi já, herra forseti.