Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 14:04:44 (3437)

1999-12-18 14:04:44# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÖJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[14:04]

Ögmundur Jónasson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir kröfur hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar um að þegar í stað verði gert hlé á þessum fundi og iðnn. þingsins komi saman til að ræða það sem hér hefur komið fram.

Hv. þm. Hjálmar Árnason var með grófar og alvarlegar dylgjur um fjarstaddan mann. Hann sakaði hann um óheiðarleika. Þetta eru nánast ærumeiðandi yfirlýsingar. Mér er spurn: Hvers vegna leyndi hv. þm. Hjálmar Árnason iðnn. þessum upplýsingum? Er ekki eðlilegt að koma þessum upplýsingum á framfæri við hana ef þetta er svo mikilvægt? Ég tek undir þá kröfu, herra forseti, að þegar í stað verði gert hlé á þessum fundi og iðnn. kölluð saman til að ræða þessi mál.