Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 14:14:22 (3444)

1999-12-18 14:14:22# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÖJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[14:14]

Ögmundur Jónasson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er alvarlegt áhyggjuefni hvernig ríkisstjórnin og þá ekki síst hæstv. iðnrh. reynir að skapa þrælslund innan þeirra stofnana sem undir hann heyra. Ef menn leyfa sér að hafa sjálfstæða skoðun sem stríðir gegn skoðun stjórnarherranna þá fá menn þær trakteringar sem við höfum orðið vitni að hér. Alþingi Íslendinga getur ekki leyft svona vinnubrögð. Þegar menn eru bornir dylgjum af því tagi sem við heyrðum hér áðan og óskað er eftir því að hlé verði gert á þinghaldinu til að upplýsa málið þá fæ ég ekki annað séð, herra forseti, en eðlilegt sé að verða við þeirri ósk.

(Forseti (GuðjG): Forseti biður menn að milda skap sitt. Það líður að jólum og menn skyldu fara að vera mildir og ljúfir.)

Kominn tími til að eyðileggja náttúru Íslands?