Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 15:33:49 (3646)

1999-12-21 15:33:49# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[15:33]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta var myndin sem blasti við frá 1988 og af því að hæstv. ráðherra orðaði það þannig að það væri ekki höfuðmál, þá hlýtur það að skipta máli ef menn eru að tala um að byggja upp varanleg lífskjör, hvort um er að ræða innlenda fjárfestingu eða hvort um það er að ræða að við séum að fá viðbótarpeninga inn í landið með erlendri fjárfestingu. Það hlýtur að skipta máli. Ég hef a.m.k. skilið málið þannig vegna þess að við eyðum ekki sömu krónunni tvisvar. Það hefur verið reynt oft og mörgum sinnum á Íslandi en við erum búin að læra að það er ekki hægt.