Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:39:44 (3712)

1999-12-21 18:39:44# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, GIG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:39]

Gunnar Ingi Gunnarsson:

Herra forseti. Nú hefur meiri hluti hv. þm. hafnað því að Fljótsdalsvirkjun fari í lögformlegt umhverfismat. Með þeirri ákvörðun hefur meiri hlutinn augljóslega farið gegn vilja stórs hluta íslensku þjóðarinnar og þess verður sennilega lengi minnst. En með því að hafna þeirri tillögu sem hér er til afgreiðslu, þá sendir Alþingi Íslendinga þau skilaboð til þjóðarinnar að henni sé málið óviðkomandi með öllu.

Í lýðræðisþjóðfélagi eru það aðeins hin verstu mál sem fá þess konar afgreiðslu. Þessu mótmæli ég og segi því já.