Ferill 73. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 73  —  73. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um aukatekjur ríkissjóðs og gjaldtöku ríkisstofnana.

Frá Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hefur farið fram sérstök endurskoðun á aukatekjum ríkissjóðs og gjaldtöku ríkisstofnana í samræmi við ályktun Alþingis frá 8. maí 1993?
     2.      Hefur það markmið sem lýst er í þingsályktuninni, þ.e. „að gerður verði skýr greinarmunur á skattheimtu og gjaldtöku fyrir veitta þjónustu hjá hinu opinbera“ náðst?
     3.      Hefur það markmið náðst sem lýst er í þingsályktuninni að þjónustugjöld sem innheimt eru hjá hinu opinbera skuli aldrei vera hærri en sá kostnaður sem af þjónustunni hlýst?
     4.      Gera opinberar stofnanir skýra grein fyrir því við innheimtu hver kostnaðurinn við viðkomandi þjónustu er og hversu hár „skattur“ er innheimtur umfram þjónustuna, sé um slíkt að ræða, eins og fyrir er lagt í ályktun Alþingis?


Skriflegt svar óskast.