Ferill 151. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 172  —  151. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um aukagreiðslur til ríkisendurskoðanda o.fl.

Frá Lúðvík Bergvinssyni.



     1.      Hefur ríkisendurskoðandi, persónulega, fengið sérstakar aukagreiðslur frá opinberum aðilum, ráðuneytum, stofnunum, félögum eða fyrirtækjum í eigu ríkisins eða þar sem ríkið á hlut, fyrir störf sín sem endurskoðandi frá því að hann tók við starfi ríkisendurskoðanda? Í svari komi fram fjárhæðir sundurliðaðar eftir árum og launagreiðendum.
     2.      Hefur ríkisendurskoðandi á sama tímabili fengið sérstakar aukagreiðslur frá Ríkisendurskoðun fyrir útselda vinnu hans eða stofnunarinnar? Í svari komi fram fjárhæðir sundurliðaðar eftir árum og einstökum launagreiðendum.
     3.      Í hve mörgum nefndum framkvæmdarvaldsins hefur ríkisendurskoðandi setið frá því að hann tók við embætti og þar til nú? Hver voru eða eru verkefni þessara nefnda? Óskað er að fram komi hverjar þessar nefndir hafi verið og jafnframt hvaða verkefni þeim hafi verið falin.
     4.      Hversu mörg stöðugildi voru við embættið þegar það var fært undir Alþingi 1987 og hversu mörg eru þau nú?


Skriflegt svar óskast.