Ferill 191. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.




125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj.  221  —  191. mál.


Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um söfnun lífsýna.

Frá Ögmundi Jónassyni.



     1.      Hafa borist kvartanir til heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins yfir aðgangshörku rannsakenda við sjúklinga um lífsýni?
     2.      Er sjúklingum gefinn raunhæfur kostur á að taka ekki þátt í rannsóknum, kjósi þeir það, eða er gefið í skyn að með því minnki þeir möguleika sína eða ættingja til bata?