Ferill 152. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 223  —  152. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar um söfnunarkassa og happdrættisvélar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hverju hafa söfnunarkassar og happdrættisvélar skilað Íslenskum söfnunarkössum og Háskóla Íslands á árinu 1998 og það sem af er þessu ári:
     a.      í heild,
     b.      að frádregnum vinningum og kostnaði?


    Dómsmálaráðuneytið leitaði til Íslenskra söfnunarkassa sf. og Happdrættis Háskóla Íslands um svör við fyrirspurninni. Byggjast meðfylgjandi tölur á upplýsingum frá þeim.
    Árið 1998 og fyrstu sex mánuði þessa árs skiluðu söfnunarkassar og happdrættisvélar Íslenskum söfnunarkössum sf. og Happdrætti Háskóla Íslands eftirgreindum fjárhæðum í tekjur:

Íslenskir söfnunarkassar Happdrætti Háskóla Íslands
1998 1.133 millj. kr. 757 millj. kr.
1999 (sex mánuðir) 584 millj. kr. 486 millj. kr.

    Árið 1998 greiddi Happdrætti Háskóla Íslands 56 millj. kr. í einkaleyfisgjald af framangreindum fjárhæðum og 37 millj. kr. fyrstu sex mánuði ársins 1999.
    Að frádregnum vinningum og kostnaði höfðu Íslenskir söfnunarkassar sf. og Happdrætti Háskóla Íslands til ráðstöfunar:

Íslenskir söfnunarkassar Happdrætti Háskóla Íslands
1998 834 millj. kr. 235 millj. kr.
1999 (sex mánuðir) 432 millj. kr. 150 millj. kr.