Ferill 214. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 253  —  214. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingu, o.fl.

(Lagt fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)



Breyting á lögum nr. 105/1945, um þátttöku Íslands í stofnun gjaldeyrissjóðs og alþjóðabanka samkvæmt tillögum Bretton Woods fundarins og um lántöku í því skyni.
1. gr.

    2. gr. laganna falli brott.

    

Breyting á lögum nr. 22/1968, um gjaldmiðil Íslands.


2. gr.

    Í stað orðsins „bankamál“ í 11. gr. laganna kemur: yfirstjórn Seðlabankans.

Breyting á lögum nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingu.
3. gr.

    Við 19. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga nr. 88/1998, bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. og hljóðar svo:
    Ráðherra skipar einn mann og annan til vara til fimm ára í senn til að taka sæti í sjóðs ráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.


4. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 21. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga nr. 88/1998, kemur: forsætisráðherra.

5. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2000.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 28. maí 1999 kemur m.a. fram að hún muni endurskoða lög um Stjórnarráð Íslands, skipan ráðuneyta og verkefni þeirra á kjörtímabil inu, þ. á m. verði yfirstjórn Seðlabanka Íslands færð frá viðskiptaráðuneyti til forsætisráðu neytis sem ráðuneytis efnahagsmála.
    Frumvarp þetta er flutt í samræmi við þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Enda þótt stjórnarskráin geri almennt ráð fyrir að ríkisstjórnin skipti sjálf með sér verkum og ráðherra fari með æðstu yfirstjórn þeirra stjórnarmálefna, er undir hann heyra, háttar svo til um yfir stjórn Seðlabankans, að hún hefur að lögum verið falin viðskiptaráðherra og skipt milli hans og þingkjörins bankaráðs. Af þeim sökum þykir rétt að leita eftir atbeina Alþingis til að færa viðeigandi lög til samræmis við framangreinda ákvörðun.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Samkvæmt 2. gr. laga nr. 105/1945, um þátttöku Íslands í stofnun gjaldeyrissjóðs og al þjóðabanka samkvæmt tillögum Bretton Woods fundarins og um lántöku í því skyni, er ráðherra þeim, sem hefur á hendi yfirstjórn bankamála landsins, falið að skipa menn í sjóð ráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og í bankaráð Alþjóðabankans. Í 3. gr. frumvarpsins er lagt til að ákvæði um sjóðráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði tekið í lög um Seðlabankann og skipun fulltrúa í það falin þeim ráðherra, sem fer með yfirstjórn hans. Þá voru mál er varða Alþjóðabankann, þ.m.t. skipun í bankaráð hans, flutt frá viðskiptaráðuneyti til utanríkis ráðuneytis með 1. gr. auglýsingar nr. 116/1996, um staðfestingu reglugerðar um breytingu á reglugerð um Stjórnarráð Íslands. Að þessu athuguðu er í 1. gr. frumvarpsins lagt til að 2. gr. laga nr. 105/1945 falli brott.


Um 2. gr.


    Samkvæmt 5. gr. laga um Seðlabankann kveður ráðherra sá, sem bankinn heyrir undir, á um lögun, útlit og fjárhæð seðla og myntar, sem bankinn gefur út. Í samræmi við það er í 2. gr. frumvarpsins lagt til að setning reglugerða samkvæmt lögum nr. 22/1968, um gjaldmiðil Íslands, sé á hendi forsætisráðherra.


Um 3. gr.

    Með tilliti til hlutverks Seðlabankans við hagstjórn og stefnumótun í efnahagsmálum þykir eðlilegt að mál er varða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn heyri undir þann ráðherra, er fer með yfirstjórn bankans, þ. á m. skipun í sjóðráð sjóðsins. Í 3. gr. frumvarpsins er því lagt til að ákvæði þess efnis verði bætt við 19. gr. laga um Seðlabankann, en sú grein mælir að öðru leyti fyrir um fjárhagslega aðild að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.


Um 4. gr.

    Þessi grein varðar meginefni frumvarpsins og flytur yfirstjórn Seðlabankans frá við skiptaráðherra til forsætisráðherra að því leyti, sem hún er á hendi ráðherra, en ekki er í neinu hróflað við hlutverki bankaráðs Seðlabankans í frumvarpi þessi. Í yfirstjórn ráðherra felst m.a. að hann skipar bankastjóra Seðlabankans skv. 22. gr., getur vikið bankastjóra úr embætti skv. 25. gr., skipar formann bankaráðs skv. 26. gr., setur reglugerð um bankann að fengnum tillögum frá bankaráði skv. 27. og 37. gr., gefur út erindisbréf bankastjóra skv. 27. gr., skipar löggiltan endurskoðanda sem skoðunarmann skv. 29. gr., setur reglur um reikningsskil og gerð ársreiknings skv. 31. gr., ákveður lögun, útlit og fjárhæð seðla þeirra og myntar sem bankinn gefur út skv. 5. gr., veitir bankanum heimild til að ákveða reglur um bindiskyldu skv. 8. gr. og sker úr ágreiningsefnum skv. 12. gr.
    Tekið skal fram að viðskiptaráðherra fer hins vegar áfram með mál er varða innlendar fjármálastofnanir, fjármagnsmarkað og erlendrar fjárfestingar í atvinnurekstri. Mál sem skipað er með lögum um gjaldeyrismál og vaxtamál, sbr. lög nr. 87/1992 og lög nr. 25/1987, lúta því áfram stjórn hans. Í því felst m.a. að viðskiptaráðherra getur því í samræmi við lög um gjaldeyrismál sett reglugerð á grundvelli þeirra laga skv. 14. gr., veitt Seðla banka heimild til að takmarka eða stöðva fjármagnshreyfingar í vissan tíma skv. 3. gr. og sett takmarkanir um gjaldeyrisviðskipti skv. 4. gr. Hann getur jafnframt í samræmi við vaxtalög sett reglur um grundvöll og útreikning meðalávöxtunar og dráttarvaxta skv. 10. og 11. gr., látið fara fram athugun á lánskjörum fjárfestingarlánasjóða skv. 18. gr. og sett meginreglur um lánskjör þeirra, veitt bankanum heimild til að ákveða að vextir verð tryggðra innstæðna eða lána skuli vera óbreytanlegir á lánstímanum skv. 21. gr. og sett reglugerð um almenna heimild til að binda inn- og útlán við gengisvísitölur skv. 21. gr.

Um 5. gr.

    Í 5. gr. er lagt til að frumvarp þetta, ef að lögum verður, öðlist gildi við áramót samhliða gildistöku reglugerðar um breytingu á reglugerð um Stjórnarráð Íslands, sem birt er í drög um sem fylgiskjal I með frumvarpi þessu.


Fylgiskjal I.

Drög:

REGLUGERÐ


um breytingu á reglugerð um Stjórnarráð Íslands,


sbr. auglýsingu um staðfestingu hennar nr. 96/1969, með síðari breytingum.


1. gr.

    Á eftir 14. tölul. 2. gr., sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 6/1999, um staðfestingu reglugerðar um breytingu á reglugerð þessari, komi nýr töluliður, er verði 15. tölul. og hljóði svo:
    15. Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF).

2. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 15. gr., sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 5/1990, 1. gr. auglýsing ar nr. 14/1994, 1. gr. auglýsingar nr. 116/1996 og 3. gr. auglýsingar nr. 73/1999, um stað festingar reglugerða um breytingar á reglugerð þessari:
    a.    Á eftir orðunum „Norræna fjárfestingarbankann (NIB)“ í 2. tölul. komi: Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF).
    b.    4. tölul. hljóði svo: Lánastofnanir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og verðbréfasjóði.
    c.    5. tölul. hljóði svo: Vexti.

3. gr.

    Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 8. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969, öðlast gildi 1. janúar 2000.


Fylgiskjal II.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 36/1986,


um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingu, o.fl.


    Tilgangur frumvarpsins er að færa yfirstjórn málefna Seðlabanka Íslands, og yfirstjórn málefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Íslands frá viðskiptaráðuneyti til forsætis ráðuneytis.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður ekki séð að útgjöld ríkissjóðs aukist.