Ferill 234. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 285  —  234. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um rekstur Herjólfs hf. í Vestmannaeyjum.

Frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni.



     1.      Hvað líður fyrirhuguðu útboði á rekstri og starfsemi Herjólfs hf. í Vestmannaeyjum?
     2.      Hvað sparast ef rekstur Herjólfs hf. verður boðinn út?
     3.      Hvernig sér ráðherra fyrir sér rekstur og starfsemi Herjólfs hf. í framtíðinni?