Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 357  —  161. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um breyt. á l. nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    1. gr. orðist svo:
    3. mgr. 8. gr. laganna, sbr. 4. gr. laga nr. 88/1998, orðast svo:
    Seðlabankanum er heimilt að setja reglur um lágmark eða meðaltal lauss fjár lánastofnana sem þeim ber ætíð að hafa yfir að ráða, í þeim tilgangi að mæta fyrirsjáanlegum og hugsanlegum greiðsluskuldbindingum á tilteknu tímabili. Í þeim má ákveða að mismunandi ákvæði gildi um einstaka flokka lánastofnana.