Ferill 199. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 775  —  199. mál.


                                  

Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum um fjármálaeftirlit.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við bætist ný grein er verði 1. gr., svohljóðandi:
                   7. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða.
     2.      Við 1. gr. (er verði 2. gr.). 2. efnismgr. orðist svo:
                  Fjármálaeftirlitinu er heimilt að gefa út og birta opinberlega almenn leiðbeinandi tilmæli um starfsemi eftirlitsskyldra aðila, enda varði málefnið hóp eftirlitsskyldra aðila.
     3.      Við 2. gr. (er verði 3. gr.). Við 3. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Eftirlitsskyldur aðili sem um ræðir skal bera kostnað af starfi sérfræðingsins, að hluta eða öllu leyti, eftir mati Fjármálaeftirlitsins.
     4.      Við 3. gr. (er verði 4. gr.). Í stað orðanna „ákveðins“ og „tiltekins“ í 1. og 2. efnismgr. komi: hæfilegs.
     5.      Í stað 4. og 5. gr. komi ný grein (er verði 5. gr.), svohljóðandi:
                  Í stað 11. gr. laganna koma tvær nýjar greinar og breytist greinatala annarra greina samkvæmt því. Greinarnar orðast svo ásamt fyrirsögnum:
              a. (11. gr.)

Févíti og dagsektir.

                  Fjármálaeftirlitið getur lagt dagsektir á eftirlitsskyldan aðila veiti hann ekki umbeðnar upplýsingar eða sinni ekki kröfum um úrbætur innan hæfilegs frests. Greiðast þær þangað til farið hefur verið að kröfum Fjármálaeftirlitsins. Dagsektirnar geta numið frá 10.000 kr. til 1 millj. kr. á dag og er heimilt að ákveða þær sem hlutfall af tilteknum stærðum í rekstri hins eftirlitsskylda aðila. Við ákvörðun um fjárhæð dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu eða brots og fjárhagslegs styrkleika hins eftirlitsskylda aðila. Ákvarðanir um dagsektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins.
                  Fjármálaeftirlitið getur lagt févíti á eftirlitsskyldan aðila sem brýtur gegn ákvörðunum sem teknar hafa verið af Fjármálaeftirlitinu. Til ákvarðana samkvæmt þessari grein teljast kröfur um úrbætur skv. 10. gr. Févíti getur numið frá 10.000 kr. til 2 millj. kr. Við ákvörðun um fjárhæð févítis skal tekið tillit til alvarleika brots og fjárhagslegs styrkleika hins eftirlitsskylda aðila. Ákvarðanir um févíti skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins.
                  Ákvörðunum um févíti eða dagsektir má skjóta til kærunefndar samkvæmt lögum þessum innan sjö daga frá því að viðkomandi aðila var tilkynnt um ákvörðunina. Sé ákvörðun skotið til kærunefndar er ekki heimilt að innheimta févíti eða dagsektir fyrr en úrskurður hefur verið felldur.
                  Óinnheimtar dagsektir falla ekki niður þó að eftirlitsskyldur aðili verði síðar við kröfum Fjármálaeftirlitsins nema stjórn Fjármálaeftirlitsins ákveði það sérstaklega.
                   Févíti og dagsektir samkvæmt þessari grein eru aðfararhæf. Sama gildir um úrskurði          kærunefndar.
                  Innheimt févíti og innheimtar dagsektir renna til ríkissjóðs að frádregnum kostnaði við innheimtuna.
                  Heimilt er að kveða nánar á um ákvörðun og innheimtu févítis og dagsekta í reglugerð.
    b. (12. gr.).    

Tilkynningarskylda

                  Ef brot eru alvarleg og hinn eftirlitsskyldi aðili hefur að mati Fjármálaeftirlitsins með refsiverðum hætti gerst brotlegur við lög ber Fjármálaeftirlitinu að greina ríkislögreglustjóra frá þeim.
                  Kröfur, athugasemdir og fyrirhugaðar aðgerðir Fjármálaeftirlitsins skv. 4. mgr. 9. gr., 11. gr., 12. gr. og 1. mgr. þessarar greinar skulu þegar í stað tilkynntar viðskiptaráðherra, þeim ráðherra sem annars fer með viðkomandi málaflokk og stjórn hins eftirlitsskylda aðila eða viðkomandi aðila ef stjórn er ekki til að dreifa.
     6.      Við 6. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
       a.      Við 2. málsl. 1. efnismgr. bætist: eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt.
       b.      Við bætist ný málsgrein er verði 2. efnismgr., svohljóðandi:
                      Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt lögum sem gilda um eftirlitsskylda aðila eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu.
       c.      Orðið „þó“ í 2. efnismgr., er verði 3. efnismgr., falli brott.
       d.      3. efnismgr., er verði 4. efnismgr., orðist svo:
                      Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila.
       e.      Orðið „sjálfstæða“ í 4. efnismgr., er verði 5. efnismgr., falli brott.
     7.      Á eftir 7. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                   15. gr. laganna, er verður 16. gr., orðast svo:
                  Fjármálaeftirlitið skal gefa viðskiptaráðherra skýrslu um starfsemi sína fyrir 15. september ár hvert. Í framhaldi af því gerir viðskiptaráðherra Alþingi grein fyrir starfsemi Fjármálaeftirlitsins.
     8.      Við 8. gr. (er verði 9. gr.). Greinin orðist svo:
                   17. gr. laganna, er verður 18. gr., orðast svo:
                   Ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins má skjóta til sérstakrar kærunefndar.
                  Kærunefndin er skipuð af viðskiptaráðherra til þriggja ára í senn. Nefndarmenn skulu vera þrír. Hæstiréttur tilnefnir nefndarmenn og formann nefndarinnar. Varamenn skulu vera jafnmargir og skipaðir á sama hátt.
                  Nefndinni er heimilt að kveðja sér til ráðuneytis sérfróða aðila við úrskurð einstakra mála.
                  Kostnaður við störf kærunefndar greiðist úr ríkissjóði. Þóknun til nefndarmanna er ákveðin af viðskiptaráðherra.
                  Úrskurður kærunefndar skal liggja fyrir innan átta vikna frá því að kæra berst henni. Úrskurðum nefndarinnar verður ekki skotið til viðskiptaráðherra.
                  Viðskiptaráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um störf og starfshætti nefndarinnar. Í slíkri reglugerð má jafnframt kveða nánar á um valdsvið kærunefndar, hvaða málefnum megi skjóta til hennar og kærufresti.
     9.      Við 9. gr. (er verði 10. gr.). Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
       a.      Við 2. málsl. 1. efnismgr. bætist: að því marki sem nauðsynlegt er vegna eftirlitsskyldrar starfsemi.
       b.      Í stað orðanna „hæfni þeirra“ í 2. efnismgr. komi: hvort þeir teljist hæfir.
     10.      Við III. kafla bætist ný grein er verði 12. gr., svohljóðandi:
                   Í stað orðsins „Seðlabankinn“ í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: Fjármálaeftirlitið.
     11.      Við 12. gr. (er verði 14. gr.). Í stað orðanna „hæfni þeirra“ í 2. efnismgr. komi: hvort þeir teljist hæfir.
     12.      Við 13. gr. (er verði 15. gr.). Í stað orðanna „hæfni þeirra“ í 1. efnismgr. b-liðar komi: hvort þeir teljist hæfir.
     13.      Við VI. kafla bætist ný grein er verði 16. gr., svohljóðandi:
                   Við 43. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 6. mgr., svohljóðandi:
                  Stjórn vátryggingafélags skal setja verklagsreglur um verðbréfaviðskipti félagsins, stjórnar þess og starfsmanna. Verklagsreglurnar skulu staðfestar af Fjármálaeftirlitinu.
     14.      Við 14. gr. (er verði 17. gr.). Í stað orðanna „hæfni þeirra“ í 1. efnismgr. komi: hvort þeir teljist hæfir.
     15.      Við VII. kafla bætist ný grein er verði 18. gr., svohljóðandi:
                  Við 2. mgr. 29. gr. laganna bætist nýr töluliður er verður 5. tölul., svohljóðandi: Að setja verklagsreglur um verðbréfaviðskipti lífeyrissjóðsins, stjórnar hans og starfsmanna. Verklagsreglurnar skulu staðfestar af Fjármálaeftirlitinu.