Ferill 407. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 923  —  407. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 11. maí 1998, um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum.

Frá 1. minni hluta sjávarútvegsnefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þorstein Geirsson og Jón B. Jónasson frá sjávarútvegsráðuneyti, Friðrik J. Arngrímsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Sævar Gunnarsson og Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands, Helga Laxdal frá Vélstjórafélagi Íslands og Grétar Mar Jónsson og Benedikt Valsson frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands. Umsagnir um málið bárust frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Sjómannasambandi Íslands, Vélstjórafélagi Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands.
    Með hliðsjón af því að samkvæmt gildandi lögum skal sjávarútvegsráðherra fyrir 1. nóvember nk. leggja fyrir Alþingi frumvarp um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum eftir árið 2000 má vænta þess að breytingar verði á lögunum sem hafi áhrif á veiðistjórnunina þegar á næsta ári. Því telur 1. minni hluti ekki þörf á þessari lagabreytingu og leggur til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Árni Steinar Jóhannsson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 3. apríl 2000.Pétur Bjarnason.