Ferill 624. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1066  —  624. mál.
Fyrirspurntil félagsmálaráðherra um viðbótarlán Íbúðalánasjóðs.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.     1.      Hver var fjöldi umsókna um viðbótarlán Íbúðalánasjóðs og heildarfjárhæð þeirra frá janúar 1999 til apríl 2000?
     2.      Hver var fjöldi veittra viðbótarlána, heildarfjárhæð þeirra og meðalfjárhæð á tímabilinu?
     3.      Hvert var meðalkaupverð íbúða sem veitt voru viðbótarlán út á?
     4.      Hver var meðalfjárhæð viðbótarlána sem hlutfall af meðalkaupverði íbúða sem veitt voru viðbótarlán út á?
     5.      Hver voru að meðaltali mánaðarlaun íbúðarkaupenda sem fengu viðbótarlán á tímabilinu?
     6.      Hver var að meðaltali mánaðarleg greiðslubyrði allra lána íbúðarkaupenda sem fengu viðbótarlán?
     7.      Hve margir lántakendur eru í vanskilum með viðbótarlán, þriggja mánaða eða eldri?
    Svar óskast sundurgreint eftir mánuðum og sveitarfélögum.


Skriflegt svar óskast.