Ferill 629. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1112  —  629. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á fjarskiptalögum, nr. 107/1999.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (ÁJ, HjÁ, ÞKG, GHall, ArnbS, JónK).



1. gr.

    3. mgr. 44. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Skömmu fyrir jólahlé þingsins voru samþykkt ný fjarskiptalög. Í þeim voru fjölmörg ný mæli og var eitt þeirra að sá aðila að símtali sem vildi hljóðrita símtalið skyldi í upphafi þess tilkynna viðmælanda sínum um þá fyrirætlan.
    Fljótlega eftir að lögin voru samþykkt kom fram gagnrýni á þetta ákvæði laganna og ákvað nefndin því að taka það til skoðunar, sérstaklega með tilliti til tilskipunar 97/66/EB, um vernd persónuupplýsinga í fjarskiptum, sem vísað hefur verið í til stuðnings umræddu ákvæði. Fékk nefndin við þá umfjöllun á sinn fund Gústav Arnar frá Póst- og fjarskiptastofn un, Hjálmar Jónsson og Þór Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands, Sigurð Líndal lagapró fessor, Pál Hreinsson og Sigrúnu Jóhannesdóttir frá tölvunefnd og Jón Kalmansson og Salvöru Nordal frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands.
    Við umfjöllun nefndarinnar um málið kom fram að ekki er tekið fram berum orðum í til skipun 97/66/EB að regla sú sem nú er í 3. mgr. 44. gr. sé nauðsynleg. Telur meiri hlutinn að því verði að taka til skoðunar markmið tilskipunarinnar eins og þau birtast í inngangi hennar og henni sjálfri. Í 16. tölul. inngangs hennar segir að nauðsynlegt sé að grípa til að gerða til að koma í veg fyrir heimildarlausan aðgang (access) að tjáskiptum í því skyni að tryggja trúnað tjáskipta í gegnum síma eða aðra fjarskiptaþjónustu. Í 1. mgr. 5. gr. tilskipun arinnar sjálfrar er lagt fyrir aðildarríkin að tryggja að landsrétti trúnað tjáskipta í gegnum síma og aðra fjarskiptaþjónustu fyrir almenning. Er aðildarríkjunum sérstaklega falið að banna hlustun, hlerun (tapping), geymslu og aðrar tegundir inngrips (interception) eða eftir lits (surveillance) með tjáskiptum af hálfu annarra en notenda og án þeirra samþykkis. Til skipuninni er því beint gegn því að þriðji aðili, sem ekki er þátttakandi í símtali, hafi aðgang að símtali eða hljóðriti það. Í tilskipuninni er hins vegar ekkert fjallað um hugsanlega hljóð ritun aðila að símtali. Notkun orðanna „listening“ „tapping“ „interception“ og „surveillance“ í inngangi tilskipunarinnar bendir hins vegar ótvírætt til þess að einungis sé átt við þriðja aðila, þ.e. aðila sem ekki er þátttakandi í símtali.
    Með vísan til framangreinds telur meiri hluti nefndarinnar að eðilegt sé að fella umrætt ákvæði brott. Ákvæði annarra laga um vernd persónubundinna réttinda fela að mati hans í sér nægilega vernd þeirra. Má í því sambandi nefna 229. gr. almennra hegningarlaga, en samkvæmt henni skal sá sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi er réttlæti verknaðinn, sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári.