Ferill 455. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1173  —  455. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Margrétar K. Sverrisdóttur um þóknun LÍÚ fyrir innheimtu vátryggingariðgjalds.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvað hefur LÍÚ fengið í þóknun árlega fyrir innheimtu vátryggingariðgjalds (lög nr. 17/1976) síðustu tíu ár?

    Ráðuneytið leitaði til Landssambands íslenskra útvegsmanna um svör við fyrirspurninni. Í svari sambandsins kemur fram að það hefur ekki haft þóknun fyrir umrædda innheimtu síðustu 10 ár. Árin 1977–82 greiddu vátryggingafélögin þóknun vegna Vátryggingasjóðs fiskiskipa sem var ákveðið hlutfall af greiðslum úr sjóðnum til félaganna. Þóknunin var ákveðin í samkomulagi LÍÚ og vátryggingafélaganna vegna umsjónar sambandsins með sjóðnum samkvæmt lögum nr. 17/1976.
    Umrædd ár var hlutfall þóknunar LÍÚ frá vátryggingafélögunum sem hér segir:

1977 1978 1979 1980 1981 1982
0,5% 0,5% 0,35% 0,35% 0,35% 0,25%

    Árið 1983 féll þessi þóknun niður.