Ferill 522. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1328  —  522. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um kosningar til Alþingis.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Við 6. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Kjósendur neyta kosningarréttar síns í kjördæmum eftir þeim reglum og með þeim skilyrðum er lög þessi setja. Landinu er skipt í kjördæmi sem hér segir:
             1. Vesturkjördæmi.
             Til þess teljast eftirtalin sveitarfélög: Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur, Skorradalshreppur, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur, Borgarbyggð, Kolbeinsstaðahreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Eyrarsveit, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Saurbæjarhreppur, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Hólmavíkurhreppur, Kirkjubólshreppur, Broddaneshreppur og Bæjarhreppur.
             2. Norðurkjördæmi.
             Til þess teljast eftirtalin sveitarfélög: Húnaþing vestra, Áshreppur, Sveinsstaðahreppur, Torfalækjarhreppur, Blönduósbær, Svínavatnshreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Engihlíðarhreppur, Vindhælishreppur, Höfðahreppur, Skagahreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur, Siglufjarðarkaupstaður, Ólafsfjarðarkaupstaður, Grímseyjarhreppur, Dalvíkurbyggð, Hríseyjarhreppur, Arnarneshreppur, Skriðuhreppur, Öxnadalshreppur, Glæsibæjarhreppur, Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Hálshreppur, Ljósavatnshreppur, Bárðdælahreppur, Skútustaðahreppur, Reykdælahreppur, Aðaldælahreppur, Reykjahreppur, Húsavíkurkaupstaður, Tjörneshreppur, Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur, Raufarhafnarhreppur, Svalbarðshreppur og Þórshafnarhreppur.
             3. Suðausturkjördæmi.
             Til þess teljast eftirtalin sveitarfélög: Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Norður-Hérað, Fljótsdalshreppur, Fellahreppur, Austur-Hérað, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Mjóafjarðarhreppur, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Búðahreppur, Stöðvarhreppur, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Austur-Eyjafjallahreppur, Vestur-Eyjafjallahreppur, Austur-Landeyjahreppur, Vestur-Landeyjahreppur, Fljótshlíðarhreppur, Hvolhreppur, Rangárvallahreppur, Holta- og Landsveit, Ásahreppur, Djúpárhreppur og Vestmannaeyjabær.
             4. Suðurkjördæmi.
             Til þess teljast eftirtalin sveitarfélög: Gaulverjabæjarhreppur, Sveitarfélagið Árborg, Hraungerðishreppur, Villingaholtshreppur, Skeiðahreppur, Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Biskupstungnahreppur, Laugardalshreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Þingvallahreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grindavíkurkaupstaður, Sandgerðisbær, Gerðahreppur, Reykjanesbær og Vatnsleysustrandarhreppur.
             5. Suðvesturkjördæmi.
             Til þess teljast eftirtalin sveitarfélög: Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Bessastaðahreppur, Kópavogsbær, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.
             6. Reykjavíkurkjördæmi.
             Til þess telst sveitarfélagið Reykjavík.
     2.      Við 7. gr. Greinin falli brott.
     3.      Við 8. gr. 1. og 2. mgr. orðist svo:
             Þingsæti eru 63 og skiptast þannig milli kjördæma:
        Vesturkjördæmi
7 þingsæti

        Norðurkjördæmi
9 þingsæti

        Suðausturkjördæmi
7 þingsæti

        Suðurkjördæmi
7 þingsæti

        Suðvesturkjördæmi
11 þingsæti

        Reykjavíkurkjördæmi
22 þingsæti

             Í Vesturkjördæmi, Suðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi skulu vera sex kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti í hverju kjördæmi. Í Norðurkjördæmi skulu vera átta kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti. Í Suðvesturkjördæmi skulu vera átta kjördæmissæti og þrjú jöfnunarsæti. Í Reykjavíkurkjördæmi skulu vera sextán kjördæmissæti og sex jöfnunarsæti.
     4.      Við 15. gr. 4. málsl. falli brott.
     5.      Við 23. gr. 2. mgr. falli brott.