Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 15:56:15 (3741)

2001-01-17 15:56:15# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[15:56]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Þegar hv. þm. var að túlka hér dóm Hæstaréttar, þá sagði hv. þm. að það væri óheimilt. Hv. þm. láðist hins vegar að vitna til þeirra laga sem vísað er til.

Það er alveg ljóst að Hæstiréttur segir að ekki megi skerða á þann hátt sem gert er. (ÖJ: Er bannað að borga meira?)

(Forseti (ÍPG): Má ég minna hv. 13. þm. Reykv. á að hann hefur svarað andsvari.)

Það er ekki bannað að borga meira og þessar bætur eru ekki háar, þær eru lágar en það á að vera ákvörðun Alþingis að ákveða það en ekki Hæstaréttar. Það er aðalatriði málsins. (ÖJ: Eða forsrh.?) En vegna þess að ég heyri að hv. þm. er afskaplega óstilltur, hann er bæði óstilltur í ræðustólnum og líka úti í sal og það er ekki hægt að útskýra fyrir hv. þm. hluti ef ég fæ ekki ráðrúm til þess.