Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 16:03:34 (3747)

2001-01-17 16:03:34# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[16:03]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég mótmæli því að ég hafi vitnað ranglega í þessa málsgrein í dómi Hæstaréttar. Þegar Hæstiréttur talar um sambúð, er þá ekki alveg ljóst að Hæstiréttur á í því tilviki við tekjur maka? Af hverju skyldi talað um sambúðina eða hjónabandið? Er það ekki vegna þess að Hæstiréttur er að leggja áherslu á að það sé mikið atriði í þjóðfélaginu, að fjölskyldan sé grundvallareining, að hjónabandið skipti miklu máli? Ég les það út úr orðum Hæstaréttar. Auðvitað hlýtur Hæstiréttur að hafa í huga tekjur fjölskyldunnar, tekjur þeirra sem eru í sambúð.