Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 19:38:18 (3790)

2001-01-17 19:38:18# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[19:38]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. sagði að þetta væru dýrar 7 þús. kr. og það hefði mátt hugsa sér hvað það hefði verið auðvelt að gefa eftir ákveðið prinsipp og láta þessar 7 þús. kr. fjúka, ef við getum orðað það þannig. Og það hefði verið hin auðvelda leið. Hvað hefði þá stjórnarandstaðan til að rífast um hér í dag? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Hún einblínir á þessar 7 þús. kr. Ég er búin að lýsa því prinsippi og ef hv. þm. leggja ekki við hlustir þegar verið er að tala, þá veit ég ekki hvað þeir eru að gera hér.