Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 12:03:40 (4016)

2001-01-22 12:03:40# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, Frsm. minni hluta BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[12:03]

Frsm. minni hluta heilbr.- og trn. (Bryndís Hlöðversdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Enn þykir mér með ólíkindum að í þessu tilviki skuli hv. þm., sem hefur haft sig mjög í frammi í þessari umræðu, ekki átta sig á einföldum grundvallaratriðum í þessu máli. (Gripið fram í.) Nei, það sagði ég ekki, herra forseti. Ég sagði það ekki. Ég sagði að hv. þm. áttaði sig ekki á grundvallaratriðum í málinu og ætla nú að rökstyðja það.

Tiltekið lagaákvæði um skerðinguna féll niður á tilteknu tímabili og síðan voru mannréttindaákvæði fest í stjórnarskrá, m.a. skilyrðið um að réttur til aðstoðar úr opinberum sjóði (Gripið fram í.) væri ekki háður því að maður ætti skylduframfæri til 1995. Þetta tvennt er lykilatriði í málinu. En auk þess verður reynt að benda hv. þm. á að ekki var gerð krafa um þetta í málinu, herra forseti. Enn og aftur þarf að kenna hv. þm. stjórnarliðsins lögfræði. (Gripið fram í.) Í þessu tilviki og af því sem leiða má beint af þessum dómi þá skiptir máli hver krafan var í málinu og þau rök sem eru fyrir því að kröfugerðin er miðuð við þessa dagsetningu.