Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 15:52:07 (4051)

2001-01-22 15:52:07# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[15:52]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. síðasti ræðumaður er einn af þeim nefndarmönnum sem skrifa undir nál. minni hluta heilbrn. en þar segir, með leyfi forseta:

,,Kjör öryrkja hafa versnað í góðærinu í tíð ríkisstjórnar Framsfl. og Sjálfstfl. í samanburði við aðra hópa í samfélaginu sem sést best á því að kaupmáttur lífeyrisþega hefur skerst mun meira en þeirra sem lægstu launin hafa í þjóðfélaginu.``

Ég hlýt að gera athugasemdir við þessi skrif, herra forseti, þar fyrir liggur að samkvæmt lögum um almannatryggingar ber bótunum að fylgja almennri launaþróun eða verðlagsþróun ef hún er hærri. (Gripið fram í: Það hefur ekki gerst.) Ef hún er hærri. Það hefur gerst nákvæmlega þannig. Í nóvember á síðasta ári voru áhöld um það hvort 0,2--0,3% vantaði upp á þessa þróun. Í fjárlögum núna var bætt við 1% meira en verkalýðsfélögin fengu um áramótin. Þess vegna er mismunurinn núna 0,7% umfram hækkun hinna.