Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 23:21:37 (4120)

2001-01-22 23:21:37# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[23:21]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Kveðinn er upp dómur í Hæstarétti Íslands. Ef hann næði fram að ganga mundi hann tryggja öryrkjum nokkrar kjarabætur og mikilvægar réttindabætur sem samtök þeirra hafa fagnað. Mannréttindasamtök hafa fagnað þessum dómi. Verkalýðshreyfingin hefur fagnað þessum dómi. Samtök eldri borgara í landinu hafa fagnað þessum dómi og stjórnarandstaðan á Alþingi hefur beitt sér fyrir því að við honum verði orðið.

Stundum reynir Framsfl. að kenna sig við félagshyggju. En hér stóð í ræðustól formaður þess flokks til að réttlæta skerðingu á tekjutryggingu til öryrkja vegna tekna maka hans eða hennar upp á 7.500 kr. Ég vek athygli á því að skerðing byrjar þegar makinn hefur laun sem eru langt undir því sem gerist að meðaltali á íslenskum launamarkaði. Auðvitað er eitt orð sem á að nota um þetta. Þetta er svívirða.