Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 14:28:37 (4181)

2001-01-23 14:28:37# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[14:28]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta er allt á sömu bókina lært hjá hv. þm. Einari Oddi Kristjánssyni. Kjarni deilunnar sem við eigum hér í er að hagstjórnin ein nægir ekki. Frjálsa markaðskerfið er ekki nóg ef það skortir virðingu fyrir grundvallarmannréttindum. Það er ekki hægt að reikna sig frá mannréttindunum en að því hefur hv. þm. orðið ber eins og fleiri íhaldsmenn í þessum sal. Þeir halda að hægt sé að reikna sig frá mannréttindunum. Þau koma fyrst, síðan hin efnahagslegu gæði. En íhaldsmenn þessa heims eru greinilega á annarri skoðun.