Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 17:23:55 (4221)

2001-01-23 17:23:55# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[17:23]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta er alveg skýrt í þingtíðindunum. Það er alveg skýrt. Það er alveg skýrt og kemur fram í atkvæðaskýringum, bæði Svavars Gestssonar og Steingríms J. Sigfússonar, að við erum og vorum þar að samþykkja lög þar sem menn skyldu fara eftir almennri launaþróun í landinu. Síðan geta menn deilt um, herra forseti, hver sé hin almenna launaþróun. Þegar við vorum að fjalla um fjárlögin í haust vorum við með meiningar um að það þyrfti að hækka þessar bætur a.m.k. 1% hærra en almennu launin, um 4% en ekki 3, vegna þess að við töldum að taxtatilfærslan væri a.m.k. í kringum 1% eða svo. Menn geta alltaf deilt um þetta, kannski upp á 0,5% eða 1% frá einu missiri til annars, en viðleitnin hefur alla tíð, þessi þrjú ár, verið að fylgja launaþróuninni. Svo er í dag.