Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 18:49:18 (4225)

2001-01-23 18:49:18# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, SJS
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[18:49]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það er spurning hvort forseti gæti upplýst mig um hvort ríkisstjórnin er búin að segja af sér. Hún er alla vega ekki hér í þingsalnum. Mér þætti vænt um að þeim hæstv. ráðherrum sem málið heyrir undir eða hafa sérstaklega látið sig það varða væri gert viðvart um að nærveru þeirra sé óskað. Ég tók það fram í fyrri ræðu minni við 2. umr. og þá fékk ég þau skilaboð að hæstv. forsrh. hygðist hlusta úr fjarlægð. Mér þætti vænt um að vita hvort hið sama er upp á teningnum að hæstv. forsrh. ætli að hlusta úr fjarlægð. Eins mætti hv. þm. Pétur Blöndal, sem hér hefur gert sig talsvert gildan í umræðunni, vita að hans nærveru væri óskað.

(Forseti (HBl): Þar sem hv. þm. óskar nærveru hæstv. forsrh. og hv. þm. Péturs Blöndals er sjálfsagt að verða við því og fresta fundi fyrir matarhlé til hálfníu.)