Atvinnuréttindi útlendinga

Fimmtudaginn 08. febrúar 2001, kl. 14:26:45 (4363)

2001-02-08 14:26:45# 126. lþ. 66.3 fundur 48. mál: #A atvinnuréttindi útlendinga# (erlendir makar íslenskra ríkisborgara) frv., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 126. lþ.

[14:26]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Síðasti ræðumaður hélt því fram að það sem ég hefði sagt hér snerti ekki þetta mál. En síðasti ræðumaður kom inn á þetta í ræðu sinni og það var það sem ég var að gera athugasemdir við. Það er rétt að þetta snertir ekki þetta mál en óbeint snerti það auðvitað málið. Ég tek alveg undir með hv. síðasta ræðumanni að auðvitað sé eðlilegt að leggja þær skyldur á atvinnurekanda að hann fái ekki heimild til þess að ráða þetta erlenda fólk fyrr en hann sýni fram á að hann hafi tryggt það. Ég tek alveg undir það. Hins vegar var ég að fara aftur í þá sálma þegar þetta var svona og eins líka varðandi heilbrigðisskoðunina. Hún var ekki framkvæmd svona. Sem betur fer hefur þetta breyst fyrir fólkið sem er að koma hingað og fyrir okkur sem fyrir erum.

Í annan stað vildi ég líka geta þess að ég ítreka það sem ég sagði í upphafi máls míns að ég tek undir það með félmrh. að við eigum að ganga hægt í þessu máli, mjög hægt vegna þess að ég held og efast um að það séu fordæmi fyrir þessu með þeim hætti sem hér er gerð tillaga um í þessu frv. um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Ég vara því við þessu máli og get þess vegna ekki stutt það.