Hvalveiðar

Miðvikudaginn 14. febrúar 2001, kl. 15:04:01 (4597)

2001-02-14 15:04:01# 126. lþ. 70.5 fundur 397. mál: #A hvalveiðar# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., GunnB
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 126. lþ.

[15:04]

Gunnar Birgisson:

Virðulegi forseti. Burt séð frá því hvort við getum selt hvalaafurðir eða ekki, sem vonandi verður nú, er ég því fylgjandi að veiddir verði hvalir af tveimur ástæðum. Ég segi að verði hvölum ekki fækkað þá sé þetta spurning um lífríkið í hafinu. Ef hvölum fjölgar þá verður væntanlega meiri samkeppni um fæðuna í sjónum, þ.e. milli manna og hvala, þeir borða fisk eins og við. Að mínu mati er þetta einnig spurning um lífskjör þjóðarinnar. Ef menn fækka ekki hvölum munu lífskjör þjóðarinnar fara versnandi. Viljum við það? Nei, við viljum það ekki. Sjómenn á Vestfjarðamiðum hafa orðið varir við gífurlega fjölgun hvala á miðunum undanfarin ár. Við getum líka verið samtímis með ferðamennsku og hvalaskoðun, það getur vel farið saman. Ég hvet því sjútvrh. til að kynna málið þannig að við getum farið að veiða hvali hið fyrsta.