Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Fimmtudaginn 15. febrúar 2001, kl. 15:04:36 (4716)

2001-02-15 15:04:36# 126. lþ. 71.6 fundur 235. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 126. lþ.

[15:04]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hvernig í veröldinni getur hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir borið saman áhugahnefaleika og mannát? Það er með ólíkindum hvernig hv. þm. fer fram í málflutningi sínum. Ég er svo yfir mig hissa því að mér finnst hv. þm. oft að tala þannig til okkar að við eigum að bera virðingu fyrir því sem við segjum. Það gerum við.

Hún talaði líka um að hún treysti ekki ÍSÍ. Ég treysti ÍSÍ til þess að standa vel að eftirliti með því að til sé réttur útbúnaður, réttar keppnisreglur og farið eftir settum reglum við æfingar og keppni. Ég treysti ÍSÍ afar vel til þess.