Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 05. mars 2001, kl. 19:06:20 (5219)

2001-03-05 19:06:20# 126. lþ. 81.8 fundur 329. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 126. lþ.

[19:06]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég er alveg sannfærður um að það eru fleiri atriði en bara stærð hrygningarstofnsins sem skipta máli. Það eru líffræðilegar aðstæður. En það er auðvitað líka þekkt fyrirbrigði úr náttúrunni að eftir því sem afkvæmin eru smærri, þeim mun fleiri þarf til þess að tryggja viðgang stofnsins.

Samsetning stofnsins skiptir auðvitað líka miklu máli, aldurssamsetningin. Þetta eru atriði sem mjög mikið fé og mikill tími fer í að rannsaka hjá Hafrannsóknastofnuninni, bæði hjá okkur og eins í samvinnu við erlenda aðila, og er vonandi að út úr því komi niðurstöður sem við getum nýtt okkur til þess að styrkja stofninn enn frekar.

En hvað það varðar sem hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson sagði, að við værum að nálgast, þá má kannski segja að pólitískt höfum við oft verið miklu nær hvor öðrum en við erum núna.