Íslenskir aðalverktakar hf.

Miðvikudaginn 07. mars 2001, kl. 14:18:37 (5297)

2001-03-07 14:18:37# 126. lþ. 84.2 fundur 492. mál: #A Íslenskir aðalverktakar hf.# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., utanrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[14:18]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Almenningur á alltaf að sýna varkárni í kaupum á hlutabréfum og öðrum eignum. Mér finnst það á engan hátt hlutverk Alþingis að veita ráðgjöf í því sambandi. Það er enn þá síður hlutverk þess ráðherra sem hér stendur að veita ráðgjöf í því sambandi.

Ég verð að segja alveg eins og er, herra forseti, að mér finnst með ólíkindum að málefni einstakra hlutafélaga séu vegna einhverra orða sem hafa fallið einhvers staðar úti í bæ dregin hér inn á Alþingi. Í hvaða tilgangi er það? Mér finnst hv. þm. á mjög hálum ís í málflutningi sínum svo ekki sé meira sagt.